fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Nánast ekkert innanlandssmit í gangi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 14:25

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nánast ekkert innanlandssmit kórónuveirunnar er núna hér á landi. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna í dag.

Í gær voru tekin sýni úr rúmlega 1.600 farþegum af 3.000 sem komu til landsins. Ekkert virkt smit fannst en tveir eru í bið eftir mótefnamælingu. Frá 15. júní, þegar landamæraskimunin hófst, hafa um 66 þúsund farþegar komið til landsins og 47 þúsund sýni hafa verið tekin. Átján hafa greinst með virkt smit. Af þeim eru átta búsettir á Íslandi, tveir í Danmörku, tveir í Bandaríkjunum og tveir frá Filippseyjum. Einnig eru smitaðir einstaklingar frá Lúxemborg, Albaníu, Póllandi og fleiri löndum.

„Við erum komin með góða reynslu og þekkingu um smithættu af ferðamönnum og vitum hvernig við eigum að verjast veirunni innanlands og á landamærum, þetta þurfum við að nýta okkur á næstu misserum,“ sagði Þórólfur á fundinum.

Ekki er áformað að taka fleiri lönd af áhættulista strax en það verður íhugað um mánaðamótum. Örugg lönd eru nú þegar Þýskaland og Norðurlöndin utan Svíþjóðar, þ.e. Noregur, Danmörk, Finnland, Færeyjar og Grænland.

Þórólfur sagði að við stæðum á krossgötum í dag, sérstaklega ef litið er til þess hvernig faraldurinn er erlendis. Aldrei hafa fleiri greinst daglega og nú um stundir. Útbreiðslan er breytileg á milli landa og jafnvel innan þeirra. „Þessi faraldur er ekki á undanhaldi í heiminum nema síður sé og engan veginn hægt að segja hvenær honum muni ljúka,“ sagði Þórólfur.

Hann segir mikilvægt að breyta vinnulagi á þann hátt að við horfum til lengri tíma í stað þess að beita krísustjórnun. Við þurfum að tileinka okkur nýja hugsun og margir að koma að því borði hvernig við tökumst á við veiruna á næstu mánuðum og misserum. Þar þarf í senn að huga að sóttvarnaröryggi og finna leiðir til að efla efnahag landsins. Þórólfur tók fram að það síðarnefnda væri ekki hlutverk sóttvarnalæknis, en margir þyrftu að koma að þessu borði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“