fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Fjórða deildin – Berserkir burstuðu KM – Skallagrímur og Ísbjörnin skildu jöfn – KÁ enn á toppnum

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 22:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir fóru fram í C-riðli 4. deildar karla á Íslandi í kvöld.

Berserkir rústuðu KM á útivelli í dag, Berserkir tóku leikinn þó nokkuð örugglega en leikurinn endaði 0-8 fyrir Berserkjum. Gunnar Jökull Johns kom Berserkjum yfir á 25. mínútu og Kormákur Marðarson skoraði annað markið á 30. mínútu. Þá skoraði Sölvi Þrándarson úr víti á 35. mínútu en Steinar Ísaksson skoraði fjórða markið á 45. mínútu. Staðan 0-4 fyrir Berserkjum í hálfleik.

Alexander Róbert Magnússon skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks fyrir Berserki en hann skoraði á 61. mínútu. Tveim mínútum síðar skoraði Kormákur annað mark sitt í leiknum úr víti. Stuttu síðar kláraði Kormákur þrennuna sína og að lokum skoraði Davíð Stefánsson. Lokaniðurstaða leiksins var því 0-8 fyrir Berserkjum sem sitja í 6. sæti riðilsins.

Skallagrímur og Ísbjörnin skildu jöfn eftir sinn leik en liðin sitja nú í þriðja og fjórða sæti riðilsins. KÁ vann sinn leik gegn KFB örugglega í kvöld en leikurinn endaði 2-5 fyrir KÁ sem situr í efsta sæti riðilsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt