Berserkir rústuðu KM á útivelli í dag, Berserkir tóku leikinn þó nokkuð örugglega en leikurinn endaði 0-8 fyrir Berserkjum. Gunnar Jökull Johns kom Berserkjum yfir á 25. mínútu og Kormákur Marðarson skoraði annað markið á 30. mínútu. Þá skoraði Sölvi Þrándarson úr víti á 35. mínútu en Steinar Ísaksson skoraði fjórða markið á 45. mínútu. Staðan 0-4 fyrir Berserkjum í hálfleik.
Alexander Róbert Magnússon skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks fyrir Berserki en hann skoraði á 61. mínútu. Tveim mínútum síðar skoraði Kormákur annað mark sitt í leiknum úr víti. Stuttu síðar kláraði Kormákur þrennuna sína og að lokum skoraði Davíð Stefánsson. Lokaniðurstaða leiksins var því 0-8 fyrir Berserkjum sem sitja í 6. sæti riðilsins.
Skallagrímur og Ísbjörnin skildu jöfn eftir sinn leik en liðin sitja nú í þriðja og fjórða sæti riðilsins. KÁ vann sinn leik gegn KFB örugglega í kvöld en leikurinn endaði 2-5 fyrir KÁ sem situr í efsta sæti riðilsins.