fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Guðlaug er mjög ánægð með samninginn – „Fer vonandi að sjást til sólar“

Sóley Guðmundsdóttir
Sunnudaginn 19. júlí 2020 09:25

Guðlaug Líney formaður FFÍ (til hægri). Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Flugfreyjufélagið óskaði eftir því að hitta viðsemjendur,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) í viðtalið við RÚV í nótt. Samningar náðust á milli Icelandair og FFÍ eftir að ríkissáttasemjari boðaði til fundar í gær.

Guðlaug segir hljóðið í sínum félagsmönnum hafa verið þungt undanfarið. „Þetta hafa verið erfiðir dagar. Nú fer vonandi að sjást til sólar og við förum að sjá bjartari tíma.“ Guðlaug á von á því að félagsmenn sínir kynni sér samninginn vel og taki upplýsta ákvörðun í kjölfarið.

Guðlaug er mjög ánægð með samninginn og væntir þess að kynna hann fyrir félagsmönnum sínum í vikunni. Samið er til ársins 2025.

Mikilvægt að vera með samninga við flugfreyjur

„Það var mjög mikilvægt, í þessu verkefni sem við erum í, að vera með samninga við okkar flugfreyjur,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair við RÚV í nótt.

Bogi segir að ekki hefði verið hægt að sleppa því að segja upp öllum flugfreyjum félagsins miðað við stöðuna sem var í gær. Samningurinn sem var undirritaður í nótt byggir að miklu leyti á samningnum frá 25. júní sem flugfreyjur felldu. „Ákveðin atriði eru skýrð betur og ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið.“ Bogi segir samninginn ágætis niðurstöðu og í takt við þau markmið sem félagið setti sér.

Bogi segir samninginn mikilvægan í verkefninu sem Icelandair stendur frammi fyrir í dag. „Við vonumst til að samningurinn verði samþykktur og þá er einn af mikilvægum verkþáttum sem við höfum verið að vinna í frá.“ Enn á eftir að ná samningum við lánardrottna og fram undan er einnig undirbúningur hlutafjárútboðs.

Flugmenn munu ekki sinna öryggisvörslu eins og til stóð. Uppsagnir flugfreyja og flugþjóna verða dregnar til baka í dag að sögn Boga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt