fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Rauði Krossinn opnar móttöku á Suðureyri – Hætta á aurskriðum og sundlaug lokað

Heimir Hannesson
Föstudaginn 17. júlí 2020 13:15

Suðureyri við Súgandafjörð. mynd/westfjords.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Vestfjörðum sagði frá því í dag að verið væri að meta aðstæður fyrir ofan byggðina á Suðureyri við Súgandafjörð. Hefur hið mikla vatnsveður sem borið hefur niður á Vestfirðinga í dag aukið hættuna á aur- og grjóthruni úr bröttum hlíðum vestfirskra fjalla. Ekki hefur þótt ástæða til að rýma hús, en Rauði krossinn hefur þó opnað móttöku fyrir þá sem vilja ekki dvelja í húsum sínum.

Samkvæmt þeim athugunum er ekki talin mikil hætta á mannskæðum aurskriðum eða grjóthruni. Hins vegar eru íbúar hvattir til að fara varlega og að öllu með gát.

Veðurstofan hefur einkum verið að horfa á hús nr. 7 og 9 við Hjallabyggð og hús nr. 10, 12 og 14 við Túngötu.

Ekki er talin ástæða til að rýma þessi hús en ef íbúar vilja fara úr þeim meðan þetta ástand varir hefur RKÍ opnað móttöku í veitingastaðnum Fissermann, við Aðalgötu 14-16 á Suðureyri. Og þangað er öllum íbúum þessara húsa, sem og öðrum íbúum, velkomið að koma og dvelja.

 

Á Facebook síðu Ísafjarðarbæjar kemur enn fremur fram að sundlauginni á Suðureyri hafi verið lokað vegna vatnstjóns, en ekki frekari upplýsingar gefnar.

Veðurstofan gerir ráð fyrir að fljótlega uppúr hádegi fari að draga verulega úr úrkomu, þó er appelsínugul viðvörun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt