fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Hinu goðsagnakennda Ögurballi aflýst – Nánast aldargamalt ball

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 17. júlí 2020 18:44

sjáskot - ogurtravel.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinu goðsagnakennda Ögurballi hefur verið aflýst í ár. Ballið hefur verið haldið í marga áratugi í samkomuhúsinu á Ögri, Ísafjarðardjúpi, sem var byggt árið 1926. Það átti að fara fram annað kvöld, laugardagskvöld.

Halldór Halldórsson, einn skipuleggjandi viðburðarins greindi frá aflýsingunni á Facebook-síðu sinni í kvöld.

Í samtali við DV sagði Halldór að erfitt væri að glíma við náttúruöflin, en svakalegt veður hefur verið á Vestfjörðum sem orsakaði appelsínugula stormviðvörun, eitthvað sem er ekki algengt í júlí.

Halldór segir að ballið hafi verið haldið flest ár frá byggingu samkomuhússins, 1926, en því er ballið næstum því aldargamalt. Því fylgja margar hefðir, til dæmis er ætlast til af veislugestum að fá sér rabarbaragraut með rjóma.

Að þessu sinni átti að halda það úti vegna smithættu af COVID-19, en vegna veðurs var það ekki hægt. Í staðinn verður einhver „pöbbastemming“ í samkomuhúsinu í Ögri að sögn Halldórs. Það verður þó einungis opið til 23:00 líkt og reglur um samkomur leyfa.

Halldór segir að þá verði bara að hafa gaman á Ögurballi að ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pedro Pascal í Reykjavík – Naut veitinga á Kaffi Vest

Pedro Pascal í Reykjavík – Naut veitinga á Kaffi Vest
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðisfulltrúi tók sér vald sem hann hafði ekki

Heilbrigðisfulltrúi tók sér vald sem hann hafði ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagðist ekki hafa verið „með gáfur til þess“ að telja tugi milljóna fram til skatts

Sagðist ekki hafa verið „með gáfur til þess“ að telja tugi milljóna fram til skatts
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðaði á dimmiterandi menntskælinga

Miðaði á dimmiterandi menntskælinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika“ 

„Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika“