fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Stórstjörnur í markaðsmálum leita að framkvæmdastjóra – þarf að hafa mikið frumkvæði

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 23. júní 2020 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný stjórn ÍMARK var kjörin 12. júní og er hún sannarlega samsett af mörgum helstu kanónum úr íslensku auglýsingalífi. Nýjar koma meðal annars inn, þær Anna Fríða Gísladóttir fyrrverandi markaðsstjóri Domino’s og Edda Hermannsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka en báðar voru á lista Góðra Samskipta yfir efnilegustu ungu stjórnendur landsins. 

ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks var stofnað árið 1986 og er félag einstaklinga sem hafa áhuga á og/eða starfa við markaðsmál. Tilgangur samtakanna er meðal annars að auka veg og virðingu markaðsmála hérlendis og stuðla að auknum skilningi að mikilvægi þeirra. Að því sögðu er félagið einnig ansi öflugt í að halda góð partý og kenna fólki að virkja tengslanetið. Félagið hefur staðið fyrir ÍMARK deginum árlega með tilheyrandi fyrirlestrum og verðlaunaafhendingu.

ÍMARK auglýsir nú eftir nýjum framkvæmdastjóra en starfið er talið góður stökkpallur fyrir framsækið markaðsfólk. Fráfarandi framkvæmdastjóri Jón Þorgeir Kristjánsson hefur gengt starfinu í fjögur ár en tekur nú við starfi markaðsstjóra Þjóðleikhússins.

Í atvinnuauglýsingu sem birtist á atvinnuvefnum Alfred.is í gær kemur fram að viðkomandi þurfi að hafa mikið frumkvæði og eiga gott með að tjá sig í ræðu og riti. Sjá nánar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi