Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á málum ellefu einstaklinga sem grunaðir voru um brot á sóttvarnarlögum með því að hafa ekki fylgt reglum um sóttkví.
Öllum einstaklingum, að einum undanskildum, hefur verið birt sektarboð vegna brota á sóttvarnarlögum. Útlendingastofnun hefur tekið ákvörðun um að vísa sjö þessara einstaklinga frá landinu á grundvelli almannaheilbrigðis.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bendir á, vegna umfjöllunar síðastliðna daga, að embættið hafði engin önnur brot meðal þessara einstaklinga til rannsóknar en brot á sóttvarnarlögum.