fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Landsleikir í Finnlandi hjá ungum körfuboltaiðkendum

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 22. júní 2020 16:14

U18 ára landslið kvenna árið 2019. Mynd/Facebook Körfuknattleikssambands Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðurlandamót U16 og U18 ára landsliða drengja og stúlkna í körfubolta verður haldið dagana 4.-7. ágúst í Kisakallio í Finnlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands (KKÍ).

Er þetta mikið ánægjuefni innan herbúða KKÍ. Útlit var fyrir að engir landsleikir yrðu spilaðir á þessu sumri hjá liðum KKÍ. EM-mót FIBA hjá U16, U18 og U20 liðum KKÍ hafa verið felld niður sem og alþjóðlegt mót U15 liðanna sem átti að fara fram í Kaupmannahöfn síðastliðna helgi.

Norðmenn og Svíar ekki með

Norðmenn og Svíar taka ekki þátt í mótinu í ár. Norðmenn tóku ákvörðun að vera ekki með. Svíar fá hins vegar ekki leyfi til að fara yfir til Svíþjóðar eins og staðan er núna. Þessi ákvörðun er tekin í góðri sátt við körfuknattleikssambönd beggja landa.

Engir áhorfendur verða leyfðir á leikina og aðeins lágmarksfjölda starfsmanna frá hverju sambandi verður heimilt að vera á svæðinu. Allir leikir mótsins verða sýndir í beinni útsendingu á netinu ásamt því að vera í beinni tölfræði lýsingu.

Haldið með fyrirvara um ástand Covid-19

Segir í tilkynningunni að verkefnið sé háð þeim fyrirvara að mótið fari eingöngu fram ef allt ástand vegna COVID-19 verði í lagi áfram í þjóðfélaginu og ferðalög áfram leyfð af hálfu yfirvalda sóttvarna og annara aðila vegna COVID-19 faraldursins bæði hér heima og í Finnlandi.

Íslensku liðin munu spila fjóra leiki hvert við Finnland, Danmörku og Eistland. Fjórði leikurinn verður úrslitaleikur eða leikur um 3. sætið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“