fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Eru ósammála um nauðsyn hjúkrunarfræðinga við skimanir – Stefnir í verkfall

Trausti Salvar Kristjánsson
Sunnudaginn 21. júní 2020 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga hefst klukkan átta í fyrramálið, náist ekki samningar, en gengið var til viðræðna um 14.30 í dag.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir við RÚV að án hjúkrunarfræðinga muni reynast erfitt að skima fyrir kórónuveirunni við landamærin:
  „Það verður mjög erfitt. Við erum að leita leiða til að láta verkefnið ekki stoppa. En það er ljóst að það verður ekki auðvelt,“
segir Þórólfur og nefnir að hjúkrunarfræðingar vinni mikilvæg störf við skimun þó svo þeir komi ekki að sýnatökum og það komi sér ila að missa þá úr þeim mikilvægu hlutverkum. Telur hann að sótt verði um undanþágu vegna þessara starfa.

Ósammála Ölmu landlækni

Fyrr í þessum mánuði sagði Alma Möller landlæknir að hægt væri að komast langt áfram með skimunarverkefni yfirvalda við landamærin, án aðkomu hjúkrunarfræðinga, ef til verkfalls þeirra kæmi. Hægt væri að fá aðra heilbrigðisstarfsmenn til að koma að vinnu við sýnatöku og vel yrði hægt að leysa úr málinu þar sem hjúkrunarfræðingar taki ekki þátt í greiningu sýnanna.
Fóru ummælin öfugt ofan í formann Félags íslenskra  hjúkrunarfræðinga, sem gagnrýndi ummælin harðlega, þau gætu skapað hættulegt fordæmi:
„Ég er algjörlega ósammála þessu. Þetta skapar náttúrlega hættulegt fordæmi upp á framtíðina að ætla að láta aðrar stéttir ganga í störf hjúkrunarfræðinga og það á þeim forsendum að það sé kjaradeila í gangi, en ekki sé verið að viðhafa hefðbundið verklag. Það er þannig að öllu jöfnu að það eru hjúkrunarfræðingar sem að taka þessi strok og það er ekkert að ástæðulausu. Að baki störfum hjúkrunarfræðinga liggur langt nám og færni og mikil reynsla og númer eitt, tvö og þrjú snýst þetta um öryggi sjúklinga. Þetta er ekki eitthvað bara að setja pinna upp í nef á fólki og síðan snúist þetta allt um úrvinnslu sýnisins. Það er mjög mikill misskilningur.“
Þórólfur segir við RÚV að ekki sé hægt að spá fyrir um hversu lengi skimanir geti haldið áfram án aðkomu hjúkrunarfræðinga:
„Við erum bara að skipuleggja fyrsta daginn eða fyrstu dagana. Það verður bara að koma í ljós. Við verðum svo bara að taka upp aðrar áætlanir ef það gengur ekki.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu