fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Stóri jarðskjálftinn í kvöld var 5.6 að stærð – Fannst á Ísafirði og Akranesi

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 20. júní 2020 19:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annar stór jarðskjálfti reið yfir klukkan 19.26 í kvöld, og á hann sér sömu upptök og skjálftinn fyrr í dag um 20 km NA af Siglufirði, sem mældist 5.3 að stærð.

Er skjálftinn í kvöld sagður 5.6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands.

Annar minni, samt yfir 5 að stærð, hafði riðið yfir klukkan 19.06.

Hefur DV heimildir fyrir því að hlutir hafi fallið úr hillum og brotnað við hristinginn á Akureyri undir kvöld og skjálftinn hafi staðið lengur yfir en í dag.

Þá fann fólk skjálftann alla leið vestur á Ísafirði, en ekki voru komnar tilkyningar að skjálftinn í dag hefði fundist á Vestfjörðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu