Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris á morgun. Á Suðurlandi er spáð austan 15-20 m/s undir Eyjafjöllum, annars hægari.
Búast má við snörpum vindhviðum á þeim slóðum, kringum 30 m/s. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind, sérílagi ökutæki með aftanívagna.
Á Suðausturlandi er spáð austan 15-20 m/s, en hægari austan Öræfa. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, kringum 30 m/s, einkum í Mýrdal og í Öræfum. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind, sérílagi ökutæki með aftanívagna.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.