Stór jarðskjálfti, um 5.6 að stærð, fannst fyrir norðan um klukkan 15.05 í dag. Fannst hann vel á Sauðárkróki, Hofsósi, Dalvík, Siglufirði, Akureyri og Hrísey. Upptökin voru um 20 km norðvestur af Gjögurtá.
Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti um 3.7 að stærð.
Jarðskjálftavirkni hefur verið mikil á Tjörnesbrotabeltinu síðan í gær, sem er um 20 km norðaustur af Siglufirði og hafa rúmlega 450 skjálftar mælst samkvæmt vef Veðurstofu Íslands.
Margir hafa lýst upplifun sinni á samfélagsmiðlun af skjálftanum.
Þar segir kona ein fyrir norðan:
„Wtf!! Þessi skjálfti var stór“
Samkvæmt fólki sem DV talaði við á Akueyri stóð skjálftinn yfir í nokkrar sekúndur, en náði þó ekki að brjóta hluti í hillum og skápum. Var þó öllum nokkuð brugðið, og sögðust ekki muna eftir svo stórum skjálfta í mörg ár.
Samkvæmt vaktmanni á veðurstofu Íslands var svipuð hrina fyrir norðan árið 2012, en þá mældist einmitt skjálfti upp á 5.6.