fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Jarðskjálftinn fyrir norðan 5.3 að stærð – „Wtf!! Þessi skjálfti var stór“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 20. júní 2020 15:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór jarðskjálfti, um 5.6 að stærð, fannst fyrir norðan um klukkan 15.05 í dag. Fannst hann vel á Sauðárkróki, Hofsósi, Dalvík, Siglufirði, Akureyri og Hrísey. Upptökin voru um 20 km norðvestur af Gjögurtá.

Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti um 3.7 að stærð.

Jarðskjálftavirkni hefur verið mikil á Tjörnesbrotabeltinu síðan í gær, sem er um 20 km norðaustur af Siglufirði og hafa rúmlega 450 skjálftar mælst samkvæmt vef Veðurstofu Íslands.

Margir hafa lýst upplifun sinni á samfélagsmiðlun af skjálftanum.

Þar segir kona ein fyrir norðan:

„Wtf!! Þessi skjálfti var stór“

Samkvæmt fólki sem DV talaði við á Akueyri stóð skjálftinn yfir í nokkrar sekúndur, en náði þó ekki að brjóta hluti í hillum og skápum. Var þó öllum nokkuð brugðið, og sögðust ekki muna eftir svo stórum skjálfta í mörg ár.

Samkvæmt vaktmanni á veðurstofu Íslands var svipuð hrina fyrir norðan árið 2012, en þá mældist einmitt skjálfti upp á 5.6.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað