Lögreglan stöðvaði ökumann í Háaleitis – og Bústaðarhverfi skömmu eftir miðnætti í nótt, sem var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, brot á vopnalögum og vörslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu, samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þá voru alls ellefu ökumenn stöðvaðir í gærkvöldi, flestir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Alls fimm manns voru síðan handteknir í annarlegu ástandi og færðir í fangageymslu lögreglu.