fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Kærður fyrir að hóta og slá starfsmann með hækju – Ekki fyrsta málið af þessu tagi

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 18. júní 2020 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun, eða MAST, hefur kært meinta líkamsárás sem starfsmaður varð fyrir til lögreglu. Frá þessu greinir stofnunin.

Starfsfólk á að hafa komið á eftirlitsstað, en fengið óvingjarnanlegar móttökur. Starfsmennirnir, sem virðast hafa verið tveir, eiga að hafa fengið hótanir og annar þeirra slegin með hækju.

Sami einstaklingur hefur áður hlotið ákæru frá stofnunni í ansi svipuðu máli. Þá á hann að hafa slegið annan starfsmann „í höfuð og herðar með plastíláti.“ Matvælastofnun greindi frá þessu snemma árs 2019. Þá á stofnun að hafa ítrekað þurft að hafa afskipti af manninum vegna hundahalds.

Í tilkynningu stofnunarinnar er vitnað í almenn hegningarlög og þá er fullyrt að allt ofbeldi sem starfsmenn verða fyrir verði kært til lögreglu:

„Í almennum hegningarlögum segir að hver sá sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfs skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Jafnframt segir að beita megi sektum ef brot er smáfellt.

Allt ofbeldi eða hótanir um ofbeldi í garð starfsmanna Matvælastofnunar verður kært til lögreglu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla
Fréttir
Í gær

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Í gær

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“
Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár