Matvælastofnun, eða MAST, hefur kært meinta líkamsárás sem starfsmaður varð fyrir til lögreglu. Frá þessu greinir stofnunin.
Starfsfólk á að hafa komið á eftirlitsstað, en fengið óvingjarnanlegar móttökur. Starfsmennirnir, sem virðast hafa verið tveir, eiga að hafa fengið hótanir og annar þeirra slegin með hækju.
Sami einstaklingur hefur áður hlotið ákæru frá stofnunni í ansi svipuðu máli. Þá á hann að hafa slegið annan starfsmann „í höfuð og herðar með plastíláti.“ Matvælastofnun greindi frá þessu snemma árs 2019. Þá á stofnun að hafa ítrekað þurft að hafa afskipti af manninum vegna hundahalds.
Í tilkynningu stofnunarinnar er vitnað í almenn hegningarlög og þá er fullyrt að allt ofbeldi sem starfsmenn verða fyrir verði kært til lögreglu:
„Í almennum hegningarlögum segir að hver sá sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfs skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Jafnframt segir að beita megi sektum ef brot er smáfellt.
Allt ofbeldi eða hótanir um ofbeldi í garð starfsmanna Matvælastofnunar verður kært til lögreglu.“