fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Mótmæli gegn göngugötum á 17 júní – „Þetta er óþolandi endalaust væl“

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 17. júní 2020 11:33

Ólafur hefur komið að rekstri margra fyrirtækjaí miðborginni og segir stemminguna fyrir göngugötum vera góða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðbæjarfélagið í Reykjavík stendur í dag, 17. júní, fyrir táknrænum mótmælum á Laugavegi vegna götulokana.  Félagið sendir frá sér tilkynningu þess efnis þar sem fram kemur að hópur rekstraraðila vilji minna á þá framtíðarsýn sem blasir við Laugavegi ef stefna borgarstjórnar um götulokanir nær fram að ganga. Ber félagið við hroka og yfirgangi af hálfu borgaryfirvalda. Tilkynningin er harðorða og segir meðal annars að það sé ekki bjart yfir Laugavegi og það verði að stöðva flóttann.

„Við eru búin að missa svo mikið af fínum og flottum verslunum af Laugaveginum sem fara annað og blómstra þar. Og án þessa verslana verður lítið að sækja á Laugarveginn,“ segir Gunnar Gunnarsson verslunareigandi og meðlimur samtakanna. Aðspurður hvort honum finnist 17 júní rétti dagurinn til slíkra mótmæla svara hann. „Þetta er ekki spurning um það. Það er ágætt því búðirnar eru lokaðar í dag. Bókhaldið sýnir það þegar götunum er lokað þá minnka salan um leið og helst hjá Íslendingum.“

Mikið líf í miðbænum

Ólafur Örn Ólafsson er einn eiganda Vínstúkunnar 10 sopar á Laugavegi. Hann segist vera orðin þreyttur á þessu endalausa væli Miðbæjarfélagsins.  „Þetta er óþolandi endalaust væl. Stærstu hluti veitingamanna og verslunareiganda eru mjög ánægðir með göngugöturnar. Það hefur aldrei verið svona mikið líf í miðbænum,“ segir Ólafur. Hann segir það hins vegar skaða miðbæinn að vera sífellt að tala hann niður í fjölmiðlum.

„Það er endalaust verið að tala niður miðbæinn og segja að allt sé ömurlegt sem er bara alls ekki rétt. Ég rek fyrirtæki í miðbænum, það er gott að gera og alltaf fullt af fólki. Ég skil ekki tilganginn með þessu væli. Það er nóg að horfa út um gluggann og sjá að það er líf og fjör og það jafnvel án ferðamanna. Það er fullt af  fólki sem kemur ekki í miðbænum því það heyrir þetta tal, að það sé allt ömurlegt í miðbænum. Svona tal, talar niður miðborgina og skaðar fyrirtækin í miðbænum.“

Ólafur segir þróun alls staðar í heiminum í þá átt að bílar séu á leiðinni burt úr miðborgum til að auka pláss fyrir fólk. „Ef allir eru á bíl þá er enginn að versla. Það er bara verið að rúnta. Fólk keyrir ekki inn í búðina á bílnum.  Allir sem eru á rúntinum eru ekki á leiðinni að versla. Alltstaðar í heiminum, meira að segja í New York er verið að færa bílana úr miðborginni,“ segir Ólafur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin