fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Mikilvægasti 17. júní sem mörg okkar hafa lifað – Katrín talaði gegn kynþáttamisrétti

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 17. júní 2020 15:47

„Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti," sagði Katrín Jakobsdóttir í dag. Mynd/Forsætisráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Heimsfaraldurinn olli einu mesta áfalli í heila öld þar sem alvarlegt skarð er hoggið í útflutningstekjur. Þó má telja einstakt að tekist hefur að halda þjóðhagslegum stöðugleika þrátt fyrir þetta áfall, vextir eru lægri en nokkru sinni sem er eitt mikilvægasta lífskjaramál almennings,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ávarpi sínu á Austurvelli í dag. „Þetta er ekki tilviljun. Með samstilltu átaki síðustu ár hafa stjórnvöld, Seðlabanki Íslands og aðilar vinnumarkaðarins náð miklum árangri á þessu sviði. Stóra verkefnið er að vinna bug á atvinnuleysinu – og tryggja að það verði ekki langvinnt með því að skapa störf og tryggja afkomu fólks,“ sagði hún.

Kerfisbundin kúgun

„Katrín gerði mótmæli einnig að sérstöku umtalsefni í ræðunni. Við styttu Jóns Sigurðssonar er líka gott til þess að hugsa að hann var maður sem barðist gegn kúgun í stað þess að vera fulltrúi kúgunarkerfis. Fáir mótmælendur hafa haft ríkari áhrif á sögu íslensks samfélags – þegar hann stóð upp og mótmælti dönsku yfirvaldi á Íslandi. Rétturinn til að mótmæla – rétturinn til að rísa upp gegn kerfisbundnu misrétti og ofbeldi – er mikilvægur,“ sagði Katrín og bætti við að mótmæli almennings erlendis gegn nýjum og gömlum kúgunarkerfum ættu að vera okkur innblástur til að skoða okkur sjálf og eigin hug. „Ég tek undir með þeim sem mótmæla misrétti og kúgun um heim allan, nú á undanförnum vikum rótgrónu kynþáttamisrétti. Líf þeirra sem hafa verið undirokuð skipta máli,“ sagði Katrín.

Merking þess að vera Íslendingur

Hún benti á að það væri erfitt að ímynda sér Austurvöll auðan og yfirgefinn á þjóðhátíðardegi en þannig hafi það einmitt verið fyrir aðeins örfáum vikum. „Ef til vill er þetta mikilvægasti 17. júní sem mörg okkar hafa lifað. Á þessum degi hugsum við og tölum um hvað það þýðir að vera Íslendingur. Í dag er sú tilfinning dýpri og sterkari að örlög okkar sem búum hér saman á þessari eyju séu samofin,“ sagði Katrín.

Ræðuna má lesa hér í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur