fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Herra Hnetusmjör og Lína langsokkur skemmtu í Kópavogi

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 17. júní 2020 19:50

Herra Hnetusmjör, bæjarlistamaður Kópavogs, steig á svið. Myndir/Kópavogsbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðrið lék við gesti á hátíðarhöldum dagsins í Kópavogi. Haldið var upp á 17.júní með óvenjulegum hætti þetta árið og haldnar hverfishátíðir auk þess sem Menningarhúsin í Kópavogi buðu upp á dagskrá við húsin og bílalest með skemmtikröftum fór um bæinn.

„Við urðum að fara nýjar leiðir vegna fjöldatakmarkana en vildum bjóða íbúum Kópavogs upp á gleði og skemmtun í tilefni þjóðhátíðardagsins. Niðurstaðan varð að efna til hátíðarhalda víða um bæinn með áherslu á börn og ungmenni og það er skemmst frá því að segja að dagurinn heppnaðist afar vel,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Alls staðar var vel mætt og góð stemning en plássið nægt fyrir gesti og gangandi. Hverfishátíðirnar fóru fram við Fífuna, Salalaug, Fagralund og Kórinn og var boðið upp á dagskrá og tívolítæki. Við Menningarhúsin var meðal annars sirkus, sumarleikur, ærslabelgurinn sívinsæli og nýr gosbrunnur við húsin sló í gegn hjá gestum.

Fjöldi listamanna og skemmtikrafta komu fram í Kópavogi í dag, þeirra á meðal Saga Garðarsdóttir, Ísgerður Elfa, Villi Neto og Villi naglbítur, GDRN, Jón Jónsson, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Lína langsokkur og Ronja ræningjadóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur