fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Flugfélög banna áfengi um borð

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 17. júní 2020 10:01

Flugvél frá EasyJet.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélögin Easy JetAmerican Airlines, Delta, British AirwaysKLM og Virgin Australia  hafa hætt áfengissölu um borð og banna gestum að neyta þess í vélum sínum. Þó áfengissala hafi aukist á tímum Covid-19 verða farþegar þessara flugfélaga að sætta sig við vatn og gos í flöskum á flugferðum sínum. Icelandair selur ekkert áfengi né mat í sínum vélum sem stendur en farþegar fá poka með vatni og nasli við komu um borð.

CNN greinir frá og segir eina ástæðuna vera að með því að selja ekki áfengi um borð sé vonast til þess a klósettferðum farþega fækki. Viðskiptavinum er ekki heimilt að koma sjálfir með áfengi um borð en aðrir drykkir og nesti eru leyfðir þar sem engin sala er á mat hjá allflestum flugfélögum. Mörg flugfélög bjóða upp á hreinsipakka við komu um borð sem inniheldur andlitsgrímu, sótthreinsandi gel og blautþurrkur.

Ekki er ljóst hvenær áfengissala verður leyfð aftur um borð en flest flugfélag krefjast þess að starfsfólk og viðskiptavinir noti grímu um borð og lagt er upp með eins litla þjónustu við gesti og mögulegt er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið