fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

„Ef ég sé eitthvað í fjölmiðlum um erfið útköll hugsa ég oft – ætli hann hafi verið í þessu útkalli?“

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 17. júní 2020 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Kristjánsdóttir er gift lögreglumanni sem varð fyrir mjög grófu ofbeldi í einu útkalli. Lokaverkefni hennar til MA-gráðu í félagsvísindum fjallar um upplifun lögreglumanna á streitu og ofbeldi. Í helgarblaði DV er viðtal við Þórunni um lokaverkefnið og úrdráttur úr verkefninu.

„Hann (eiginmaður Þórunnar) fékk ekki mikinn stuðning í kjölfarið og það tók ekkert fastmótað við eftir atvikið. Það er ýmislegt í boði en að koma upplýsingunum um hvað er í boði til lögreglumanna er mjög ábótavant. Eftirfylgnin er einnig mjög lítil.“  Eiginmaður hennar er enn lögreglumaður og segir Þórunn það hafa verið erfitt í kjölfar atviksins.

„Ef ég sé eitthvað í fjölmiðlum um erfið útköll hugsa ég oft: Ætli hann hafi verið í þessu útkalli?“ segir Þórunn. Hún segir maka lögreglumanna leita í stuðning hver hjá öðrum en starfið hafi mikil áhrif á heimilislífið. Hún segir menninguna innan lögreglunnar hérlendis vera einstaka. „Ég upplifi hana jákvæða því innan lögreglunnar ríkir samheldni sem ég hef hvergi séð áður.“ Við vinnslu lokaverkefnis síns tók hún viðtal við 10 lögreglumenn og -konur um upplifun þeirra af starfi sínu með tilliti til streitu. Nöfnin sem gefin eru upp eru ekki rétt nöfn viðmælenda. Samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996 eru lögreglumenn bundnir þagnarskyldu í starfi og hafa því ekki frelsi til að tjá sig eða verja sig fyrir umfjölluninni sem skapast í samfélaginu eða í fjölmiðlum. Viðmælendur Þórunnar lýstu því þannig að á meðan lögreglan er raddlaus þá geta allir aðrir látið gamminn geisa og þar af leiðandi haft áhrif á ímynd lögreglumanna.

Í skrifum Þórunnar kemur einnig fram að lögreglumenn eiga það til að notast við svartan húmor sem sjálfsvarnarviðbrögð við andlegri vanlíðan. Ákveðin menning getur skapast innan lögreglunnar þar sem einstaklingum finnst þeir ekki geta rætt opinskátt um tilfinningar sínar og upplifun í starfi og grípi til þessara varnarviðbragða. Nánar má lesa um verkefni Þórunnar í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið