fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Náttúran minnir á sig: Landris við Þorbjörn og Grímsvötn lifna við

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 16. júní 2020 13:00

Eldgos, Grímsvötn, myndir teknar kvöldið sem gosið hófst í maí 2011. Mynd: Epa-Egill Aðalsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magn SO2 í nágrenni Grímsvatna mældist meira í mælingum starfsmanna Veðurstofunnar í síðustu viku en nokkru sinni hefur mælst án þess að gos sé hafið, að sögn Melissa Anne Preffer sérfræðings hjá Veðurstofunni. Segir í tilkynningu að „á þeim tíma sem liðinn er frá gosinu benda aflögunarmælingar til þess að kvika hafi safnast fyrir og þrýstingur í kvikuhólfi aukist.“ Vatnsborð í Grímsvötnum stendur hátt og eru líkur á jökulhlaupi allnokkrar á næstu vikum eða mánuðum.

Síðast gaus í Grímsvötnum árið 2011 og var það öflugt gos. Gosmökkurinn náði um 20 km hæð og samanstóð af fínkorna gjósku sem er bæði létt og svífur vel í lofti. Flug lá niðri í tvo daga á Keflavíkurflugvelli og stöðu Akureyrarflugvallar og Egilsstaðaflugvallar sem varaflugvöllur var ógnað. Hringveginum var lokað um stund við Skaftafell og kennslu var aflýst í grunnskólum víða um suðurland. Að öðru leyti voru áhrif óveruleg, sérstaklega samanborin við áhrif gossins í Eyjafjallajökli árið áður.

Grímsvötn hafa gosið á um 5-10 ára fresti undanfarin ár en síðustu gosin eru áðurnefnt gos 2011, 2004, 1998 og 1996. Samkvæmt þessu er kominn tími á næsta gos.

Á sama tíma er ekkert lát á jarðskjálftahrinu og landris við Þorbjörn á Reykjanesskaganum. Um miðjan maí hófst ókyrrð á svæðinu að nýju og er það til marks um að þriðja kvikuinnskotið sé hafið á þessum slóðum, skv. tilkynningu Veðurstofu. Um 2000 skjálftar hafa mælst síðan jörð tók að rísa þar að nýju og eru skjálftaupptök að langmestu leyti við Þorbjörn, þó einstaka skjálfti eigi upptök sín alveg að Eldey í vestri og austur að Kleifarvatni.

Hafa almannavarnir lýst yfir sérstökum áhyggjum sínum af hreyfingum í Þorbirni og er þar sjálfsagt vísað til nálægðar fjallsins við Grindavíkurbæ, Keflavíkurflugvöll og fjölfarna ferðamannastaða á sunnanverðum Reykjaneshryggnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns