fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Víðir: Auðvitað fylgir þessari opnun ákveðin áhætta

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 15. júní 2020 20:16

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Skjáskot af RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Auðvitað fylgir þessari opnun ákveðin áhætta. Við höfum alltaf sagt að þetta væri þannig,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í Kastljósi kvöldsins á RÚV. Um níu hundruð flugfarþegar komu til landsins í dag þegar skimun fyrir COVID-19 hófst á landamærunum. Hingað til þurftu allir komufarþegar að fara í sóttkví. „Eins og sóttvarnarlæknir og fleiri hafa sagt þá á einhverjum tímapunkti þurfum við að opna landamærin meira og hleypa fleirum inn,“ segir hann.

Farþegar hafa nú val um að tekin séu sýni hjá þeim sem síðan eru send til greiningar, eða hvort þeir fara í tveggja vikna sóttkví. Allir sem komu í dag völdu að láta taka sýni.

Byggja á trausti

Víðir bendir á að landarmærin hafi ekki verið lokuð því fólk hafi getað komið hingað, til að mynda í atvinnuerindum, fyrir daginn í dag. Það hafi að ákveðnu leyti verið byggt á trausti þegar fólk sagðist ætla í tveggja vikna sóttkví. Um 200 tilkynningar bárust lögreglu vegna gruns borgara um að fólk hafi ekki virt sóttkví en mjög fáir hafi í raun brotið þessar reglur.

Fjallað hefur verið í fjölmiðlum um hóp Rúmena sem sögðust ætla í sóttkví en svikust um og fór hluti þeirra þess í stað ránshendi um Suðurlandið. „Auðvitað var þetta áfall fyrir okkur,“ segir Víðir. Hann bendir hins vegar á að við þurfum að finna leiðir til að halda áfram eftir COVID-19. „Það er engin leið sem einhver þekkir, hvernig við opnum landamæri og förum af stað eftir svona heimsfaraldur. Það er alltaf stór hætta þegar alvarlegir atburðir fara af stað þá verði gripið til aðgerða til að takmarka frelsi okkar. Við viljum ekki fara þá leið.“

Hika ekki við að skipta um skoðun

Einum einstaklingi var meinaður aðgangur að landinu í dag, flugfarþega frá Bandaríkjunum en aðeins fólk innan Schengen hafði heimild til að koma til Íslands.

Íslensk erfðagreining sér um að greina þau sýni sem tekin voru í dag, en það tekur um 6-8 klukkustundir að fá niðurstöðu. Ef í ljós kemur að einstaklingur er sýktur er haft samband við hann og ef hann er ekki á þeim dvalarstað sem gefinn var upp myndi lögregla leita að honum. Þegar allar niðurstöður úr sýnatöku dagsins liggja fyrir í fyrramálið verður tekin ákvörðun um framhaldið.  „Við hikum ekki við að skipta um skoðun og taka nýjar ákvarðanir,“ segir hann.

Nær allir sem komu til landsins í dag voru með grímur en Icelandair hefur gert það að skyldu að allir sem fljúga með þeim þurfi að bera grímur til að minnka líkur á smiti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Miðaði á dimmiterandi menntskælinga

Miðaði á dimmiterandi menntskælinga
Fréttir
Í gær

„Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika“ 

„Þetta er ekki aðeins fjárhagslegt áfall. Þetta hefur djúpstæð áhrif á líf fólks, andlega heilsu þeirra og framtíðarmöguleika“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“