Tæplega tíu manns var nýverið sagt upp hjá bílaumboðinu Heklu og hluti starfsfólks fór í skert starfshlutfall. „Það er alltaf erfitt að segja upp starfsfólki og við höfum reynt að halda því lágmarki. Við erum mjög heppin með starfsfólk, hér er mikið af fólki sem hefur bæði mikla reynslu og breiða þekkingu,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu.
Helst er það starfsfólk í söludeild, á skrifstofu og yfirstjórn sem er komið í lækkað starfshlutfall.
Friðbert segist þó vera bjartsýnni en áður á framhaldið, og meira hafi verið að gera í maí og júní en reiknað var með. „Það hefur verið fín sala og mikið að gera á verkstæði,“ segir hann.