Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem átti sér stað nú í morgun í Reykjavík.
Maður var handtekinn á vettvangi grunaður um að hafa veitt konu áverka með hníf á heimili hennar. Konan var flutt á slysadeild og maðurinn eins og áður segir handtekinn.
Nokkur viðbúnaður var hjá lögreglu vegna málsins enda óljóst í upphafi hvort fleiri væru inni á heimilinu. Lögregla segir að ekki sé hægt að veita nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.