Í kvöld kviknaði eldur í stóru Íbúðarhúsi á Strandgötu á Akureyri. Eldurinn virðist hafa kviknað vegna gaskútar. Samkvæmt heimildarmanni DV hefur tekist að slökkva eldinn.
Eldurinn kviknaði í efstu hæð hússins og var líklega tveggja metra hár að mati heimildarmannsins sem segir að tveir slökkviliðsbílar, sjúkrabíll og tveir lögreglubílar hafi komið á vettvang. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast.