fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Bíllinn endaði ofan í en veiðin hættir ekki

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 15. júní 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíll sem var notaður í veiðiferð í Miðfjarðará lenti ofan í vatninu líkt og sjá má á mynd sem veitingamaðurinn Nuno Alexandre Bentim Servo birti á Facebook-síðu sinni.

Í samtali við DV sagði Nuno að ekki væri um sinn bíl að ræða, heldur hefði ónefndur eigandi lent í þessu. Hann segir þó að atvikið hafi verið mjög saklaust.

Þeir ætli þó ekki að láta þetta skemma ferðina og ætla að halda ótrauðir áfram við veiðar. Nuno segir að bíllinn sé óökuhæfur og að líklega sé vél bílsins ónýt.

Nuno viðurkennir að sjálfur hafi hann lent í þessu tvisvar, þess vegna hafi hann ákveðið að deila myndinni. Hann segir það sérstaklega svekkjandi að lenda í þessu þegar maður á eftir að fá sopa af áfengi.

„Þetta er leiðinlegt, það versta við þetta þegar að ég lenti í þessu var að maður var ekki búinn að fá sér dropa af áfengi.“

Atvik þetta minnir óneitanlega á kvikmyndina Síðasta Veiðiferðin sem er sýnd í kvikmyndahúsum um þessar mundir. Í þeirri mynd gerast hlutir sem eru verulega líkir þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns