Um það bil 900 flugfarþegar komu til Íslands, nánar tiltekið á Keflavíkurflugvöll, í dag. Allir þeirra ákváðu að fara í skimun fremur en í tveggja vikna sóttkví. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.
Ekki liggur fyrir hversu margir fóru í skimun, vegna þess að börn yngri en sextán ára og fólk sem kemur frá Færeyjum og Grænlandi er undanskilið skimun. Ein vél kom frá Færeyjum í dag.
Íslensk Erfðagreining vinnur nú að því að greina umrædd smit. Skipuleggjendum fannst ferlið ganga vonum framar.