fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Rósmary leitar að bjargvætti ömmu sinnar: „Það stoppaði enginn nema hann“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 13. júní 2020 16:00

Rósemarý leitar að manninum sem aðstoðaði móður hennar og ömmu hennar við bensínstöð á Dalvegi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósmary Lillýjardóttir Midjord leitar að karlmanni sem hjálpaði móður sinni og ömmu sinni þann 10. júní síðastliðinn. Rósmary segir að maðurinn hafi verið af asískum uppruna og talað íslensku. Hann hjálpaði mæðgunum hjá bensínstöð Orkunnar á Dalvegi.

„Amma fékk hjartastopp í bílnum og mamma þurfti hjálp við að koma henni út úr bílnum til að byrja að hnoða. Það stoppaði enginn nema hann. Hann hjálpaði og passaði mjög vel upp á ömmu mína á meðan mamma var að hnoða hana og bíða eftir sjúkrabíl,“ segir Rósmary.

Litla systir Rósmary var viðstödd og segir hún að maðurinn hafi hjálpað systur hennar að vinna úr áfallinu.

„Mamma hefði aldrei getað gert þetta án hans aðstoðar. Okkur fjölskyldunni langar svo að finna hann til að þakka honum fyrir allt því hann er hetja.“

Amma Rósmary er í öndunarvél. „Lífslíkur hennar voru sagðar litlar í gær og hún er enn í öndunarvél. Hún er smá vöknuð og getur kinkað kolli og hreyft höfuðið, en það er bara biðin,“ segir Rósmary.

Rósmary heldur í vonina að hún finni manninn. Það er hægt að senda henni skilaboð á Facebook um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“