Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að kostnaður Íslenskrar erfðagreiningar við að aðstoða íslenska ríkið vegna COVID-faraldursins sé um 1,2 milljarður á mánuði. Hann segir jafnframt að fyrirtækinu hafi ekki borist króna frá hinu opinbera vegna aðgerðanna.
Kári segir frá þessu í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar. Hann segir að líklegur kostnaður Íslenskrar erfðagreiningar við aðstoðina hingað til hlaupa því á nokkrum milljörðum króna.
„Þegar ég fékk þá hugmynd að skima, þá hringdi ég í forstjóra Amgen og sagði honum að mig langaði að skima fyrir veirunni á Íslandi og hann sagði: „Í guðanna bænum gerðu það, það er rétt að gera og veittu stjórnvöldum á Íslandi alla þá aðstoð sem þau þurfa á að halda.“ Og þetta höfum við gert, ókeypis, fyrir íslenskt samfélag. Fyrirtækið hefur verið í þessu einu saman í tvo til þrjá mánuði og það kostar 1,2 milljarð á mánuði,“ segir Kári við Sölva.
Kári segir að Íslensk erfðagreining þurfi ekki á fjármagni frá íslenska ríkinu að halda. „Við þurfum ekki á því að halda og við viljum það ekki,“ segir hann.
„Við buðumst til að gera þetta. Við færðum þessa gjöf á silfurfati og hún var þegin. En ég var hins vegar dálítið hneykslaður [..] að það var ekki þegið ráð frá okkur við þá aðferð til að skima ferðamenn við komu til landsins.“
Sjá einnig: Kári hefur áhyggjur af opnun landsins: „Gæti orðið bakslag í íslensku samfélagi“
Horfðu á þáttinn hér að neðan.
https://www.youtube.com/watch?v=ccARnyfPG2g&t=1051s