fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Kári segir kostnað Íslenskrar erfðagreiningar vegna Covid hlaupa á milljörðum – Ekki króna frá ríkinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 13. júní 2020 15:00

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að kostnaður Íslenskrar erfðagreiningar við að aðstoða íslenska ríkið vegna COVID-faraldursins sé um 1,2 milljarður á mánuði. Hann segir jafnframt að fyrirtækinu hafi ekki borist króna frá hinu opinbera vegna aðgerðanna.

Kári segir frá þessu í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar. Hann segir að líklegur kostnaður Íslenskrar erfðagreiningar við aðstoðina hingað til hlaupa því á nokkrum milljörðum króna.

„Þegar ég fékk þá hugmynd að skima, þá hringdi ég í forstjóra Amgen og sagði honum að mig langaði að skima fyrir veirunni á Íslandi og hann sagði: „Í guðanna bænum gerðu það, það er rétt að gera og veittu stjórnvöldum á Íslandi alla þá aðstoð sem þau þurfa á að halda.“ Og þetta höfum við gert, ókeypis, fyrir íslenskt samfélag. Fyrirtækið hefur verið í þessu einu saman í tvo til þrjá mánuði og það kostar 1,2 milljarð á mánuði,“ segir Kári við Sölva.

Kári segir að Íslensk erfðagreining þurfi ekki á fjármagni frá íslenska ríkinu að halda. „Við þurfum ekki á því að halda og við viljum það ekki,“ segir hann.

„Við buðumst til að gera þetta. Við færðum þessa gjöf á silfurfati og hún var þegin. En ég var hins vegar dálítið hneykslaður [..] að það var ekki þegið ráð frá okkur við þá aðferð til að skima ferðamenn við komu til landsins.“

Sjá einnig: Kári hefur áhyggjur af opnun landsins: „Gæti orðið bakslag í íslensku samfélagi“

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

https://www.youtube.com/watch?v=ccARnyfPG2g&t=1051s

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveitarstjórinn fór offari þegar hann lét lóga tveimur hundum

Sveitarstjórinn fór offari þegar hann lét lóga tveimur hundum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi