fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Vilja halda tekjum vegna fjárhættuspila á Íslandi

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 12. júní 2020 13:39

Rauði krossinn, Slysavarnarfélagið Landsbjörg og SÁÁ - eigendur Íslandsspila - vilja að tekið sé upp spilakort að norrænni fyrirmynd. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Erlend netleikjafyrirtæki skila engum tekjum til mannúðar,- íþrótta- eða hjálparstarfs á Íslandi. Þessari þróun má snúa við með því að bjóða upp á innlenda netspilun,“ segir í yfirlýsingu frá eigendum Íslandsspila sem er annað tveggja fyrirtækja á Íslandi sem reka spilakassa. Íslandsspil er í eigu Rauða krossins, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og SÁÁ. Hitt fyrirtækið er Happadrætti Háskóla Íslands.

Mikið hefur verið fjallað um spilafíkn í tengslum við spilakassa að undanförnu. Eigendur Íslandsspila senda yfirlýsinguna frá sér vegna þeirrar umfjöllunar og vilja hvetja til þess að svokölluð spilakort verði tekin upp hérlendis til að minnka líkur á að tekjur vegna fjárhættuspila fari úr landi.  Þessi leið hafi verið farin á hinum Norðurlöndunum með góðum árangri.

Hjálpi spilafíklum að takmarka útgjöld

„Íslandsspil hafa talað fyrir því að fara sömu leið og hin Norðurlöndin, að tekið verði upp aðgangskort sem hjálpar fólki í spilavanda að takmarka spilaútgjöld. Um er að ræða spilakort sem allir þurfa að hafa til að geta tekið þátt í peningaspilum. Það nýtist til að halda fjárhæð spilunar innan ákveðinna marka sem spilarinn ákveður fyrirfram og getur ekki breytt strax. Hann getur líka lokað fyrir aðganginn. Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa mælt með upptöku á slíku spilakorti.

Allt undir einn hatt

En Íslandsspil geta ekki byrjað með spilakort eitt og sér. Slíkt kort virkar ekki nema það nái yfir öll peningaspil, einnig löglega innlenda netspilun. Það þarf því líka að ná til spilakassa Happdrættis Háskóla Íslands, lottó og getrauna. Þannig virkar þetta á hinum Norðurlöndunum og ekkert því til fyrirstöðu að svo verði hér á landi,“ segir í yfirlýsingunni.

Þá er tilktekið að næsta skref í þessari vegferð sé að taka samtalið með dómsmálaráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið