„Það voru þrír um borð í skemmtibát sem hvolfdi og féllu mennirnir í vatnið. Þeir náðu að lúra í tæpan klukkutíma á kilinum á bátnum á meðan þeir biðu eftir hjálp. Það voru björgunarsveitarmenn frá Skagaströnd og sjúkraflutningamenn sem komu á vettvang,“ segir Davíð Má Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við DV um atvik sem átti sér stað nálægt Skagaströnd á fjórða tímanum í dag.
Báturinn var á Langavatni sem fyrir neðan Steinnýjarstaðarfjalli. Eftir því sem Davíð komst næst varð mönnunum ekki meint af slysinu en þeir voru orðnir blautir og kaldir þegar björgun barst.