fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Sigurður Sigurðsson dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndrápstilraun – Afbrýðisemi leiddi til árásar með tveimur hnífum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. júní 2020 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Sigurðsson var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi í Landsrétti fyrir manndrápstilraun og var dómur héraðsdóms yfir honum þyngdur verulega en hann hafði verið dæmdur sex ára fangelsi í héraði.

Sigurði var gefið að sök að hafa ráðist á mann með tveimur hnífum og stungið hann margsinnis í líkamann með þeim afleiðingum að hann hlaut fjölda alvarlegra áverka og var í yfirvofandi lífshættu er hann komst undir hendur lækna.

Ákæruvaldið áfrýjaði málinu í því skyni að fá refsingu Sigurðar þyngda og það tókst.

Sigurður krafðist sýknu eða til vara mildari dóms og byggði á fullyrðingu um að brotaþoli hefði átt upptökin að líkamlegum átökum þeirra.

Afbrýðisemi var undirrót glæpsins

Sigurður var mjög ósáttur við sambandsslit unnustu brotaþolans við sig og mun það hafa verið ástæða árásarinnar. Landsréttur telur að Sigurður hafi ætlað að bana manninum. Í dómi Landsréttar segir meðal annars:

„Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er fallist á að sannað sé að ákærði hafi sýnt einbeittan brotavilja við verknaðinn. Eins og þar er nánar rakið liggur fyrir að ákærði fór frá heimili sínu með tvo hnífa að heimili brotaþola sem var í um 1,5 kílómetra fjarlægð þar sem hann réðst að honum með heiftúðlegum hætti. Veitti hann brotaþola þar fjölmörg stungusár og lét hann hnífana ekki frá sér fyrr en eftir að hann hafði árangurslaust veitt brotaþola eftirför er sá síðarnefndi náði að flýja undan honum að næsta húsi og fela sig. Upplýst er að ákærði var mjög ósáttur við sambandsslit sín við unnustu brotaþola og að hann hafði í aðdraganda árásarinnar haft í alvarlegum hótunum. Gögn málsins bera ótvírætt með sér að atlaga ákærða var lífshættuleg og réð hending því ein að ekki hlaust bani af. Þegar horft er til framangreinds verður lagt til grundvallar að atlagan hafi verið með þeim hætti að það hafi verið beinn ásetningur ákærða að brotaþoli biði bana af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni