fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Sævar Þór berst fyrir réttlæti handa þolanda Guðmundar Ellerts

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. júní 2020 20:51

Sævar Þór Jónsson lögmaður - Mynd: Fréttablaðið/Svava Björg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ellert Björnsson, sem í dag var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum, var ekki handtekinn fyrr en mörgum mánuðum eftir að fyrsta kæran gegn honum barst lögreglu. Í millitíðinni umgekkst hann fjölda barna. Það sem verra er: Mörgum árum áður hafði fyrsta tilkynningin um meint kynferðisbrot Guðmundar Ellerts gegn börnum borist borgarstarfsmanni sem aðhafðist ekkert.

Samtals níu kærur fyrir kynferðisbrot gegn börnum bárust lögreglu á endanum og var Guðmundur ákærður fyrir fjögur brot. Hann var sýknaður í héraðsdómi en Landsréttur sakfelldi hann fyrir brot gegn þremur börnum í dag og dæmdi hann í fimm ára fangelsi.

Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson er réttargæslumaður eins þolanda Guðmundar og segir Sævar að ferlið við að ná fram réttlæti hafi verið mikil þrautarganga fyrir skjólstæðing sinn. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Lögregla viðurkenndi mistök við rannsókn málsins en borgaryfirvöld virðast ekki síður hafa brugðist í málinu.

„Þetta hefur tekið umbjóðanda minn tvö og hálft ár, jafnvel lengur, að ákveða að fara með málið lengra. Þessi niðurstaða í dag er gleðiefni fyrir umbjóðanda minn sem hefur háð langvarandi baráttu fyrir því að ná réttlætinu fram,“ sagði Sævar í viðtali við RÚV í kvöld.

Guðmundur Ellert Björnsson. Samsett mynd.

Lögregla viðurkenndi mistök í málinu, að ekki hafi verið brugðist nógu hratt við fyrstu ákærunni. Síðar kom í ljós að Reykjavíkurborg hafði fyrst fengið tilkynningu um meint afbrot Guðmundar árið 2008 en borgarstarfsmaður tilkynnti málið ekki til barnaverndar. Sævar segir yfirvöld hafa brugðist brotaþolum í málinu. Umbjóðandi hans ætlar að höfða mál gegn borginni og krefjast skaðabóta. Sævar segir:

„Það verður auðvitað að taka það fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu viðurkenndi mistök í málinu og baðst formlega afsökunar. En það er ekki hægt að segja það sama af hendi borgaryfirvalda, eða þeirra sem bera ábyrgð á barnaverndarmálum í borginni. Umbjóðandi minn hefur falið mér að sækja bætur úr hendi þeirra sem bera ábyrgð í málinu, þannig það er næst á dagskrá.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Í gær

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni