fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Nýtt 4 milljarða baðlón á Kársnesi fær nafnið Sky Lagoon

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. júní 2020 15:38

Dagný Pétursdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt baðlón rís nú á Kársnesi í Kópavogi og hefur það fengið nafnið Sky Lagoon. Um er að ræða eina af stærstu framkvæmdum í ferðaþjónustu síðustu ára og er áætlaður framkvæmdakostnaður um 4 milljarðar.

Framkvæmdastjóri Sky Lagoon er Dagný Pétursdóttir en hún var áður framkvæmdastjóri Bláa lónsins.

Fréttatilkynning frá Sky Lagoon er eftirfarandi: 

,,Íslensk baðmenning er svo mikilvægur hluti af okkar menningu, við sjálf erum dugleg að nýta okkur hana til slökunar og endurnæringar og erlendir gestir okkar eru forvitnir og vilja kynnast þessum spennandi menningararfi okkar Íslendinga. Heita vatnið er sérstakt, útsýni og ósnert náttúra er sérstök, bjartar sumarnætur, dimmir vetrardagar, birtan og sjórinn. Það er svo margt af því sem fólki finnst einstakt við Ísland sem mun sameinast í Sky Lagoon. Þar munu viðskiptavinir ganga inn í séríslenskan ævintýraheim innan um íslenska kletta með magnað útsýni yfir hafið, skerin og nesin, verandi samt á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon en hún var áður framkvæmdastjóri Bláa Lónsins í 10 ár.

Himinninn óvænti þátturinn í upplifuninni

,,Við höfum margoft staðið á lóðinni þar sem lónið er að rísa og sagt: „Vá, sérðu himininn núna? Sérðu hverning sólin er að brjóta sér leið gegnum skýin? Sérðu rigninguna í fjarska mynda fallegt mynstur? Vá, hvað sólsetrið er fallegt núna. Sérðu hvernig sjórinn og himininn sameinast? Og fleiri slíkar setningar hafa flogið okkar á milli. Þessi staðsetning er mögnuð þar sem gulur og bleikur himinn sést í sólsetri, sjórinn lemst utan í varnargarðinn, kyrrðin er einstök í góðu veðri og þessi óendanlega sýn; Keilir, Reykjanesið, Bessastaðir, Snæfellsjökull, sjórinn skerin, öldurnar og himininn sem stöðugt breytist. Himinninn er óvænti þátturinn í upplifuninni og þannig varð nafnið til; Sky Lagoon“, segir Dagný um nýja nafnið. „Merkið okkar er svo bein skírskotun í náttúru, jörðina og hafið.“

Sky Lagoon mun opna vorið 2021 og eru framkvæmdir vel á áætlun. Baðlónið verður með 70 metra löngum óendanleikakanti sem gefur þá tilfinningu að lónið sameinist við sjóinn þegar horft er úr lóninu. Staðurinn á að vera fullkominn til slökunar í íslenskri náttúru sem umlykur gesti og gefa séríslenska upplifun.

Innblástur í íslenska menningu, arkitektúr og náttúru

,,Frá upphafi lögðum við okkur þær línur að við ætluðum að sækja innblástur í íslenska menningu, arkitektúr og náttúru. Torfbærinn hýsir ákveðið spa-ferðalag sem við viljum hvetja alla gesti okkar til að prófa þegar þeir heimsækja okkur“, segir Dagný um spa-upplifun lónsins en mikið verður lagt upp úr þessum hluta baðlónsins sem verður innifalin í aðgangi að lóninu.

Að verkefninu stendur fyrirtækið Nature Resort ehf og kanadíska fyrirtækið Pursuit mun sjá um rekstur baðlónsins. Pursuit þekkir vel til ferðaþjónustu á Íslandi í gegnum rekstur sinn á Fly Over Iceland.

,,Þetta er mjög spennandi verkefni að mörgu leiti bæði vegna þess að Pursuit kemur inn með svo mikla fagþekkingu og reynslu úr öðrum stórum upplifunarverkefnum sem fléttast svo við mína reynslu. Það er búið að vera algjört draumaverkefni að fá að taka þátt í hönnun og undirbúningi fyrir Sky Lagoon frá grunni. Ég þori að fullyrða að hvergi hefur verið lagt í eins mikla vinnu við upplifunar og útsýnishönnun eins og í þessu verkefni,“ segir Dagný. Áætlaður opnunartími Sky Lagoon er eins og áður segir vorið 2021.

[videopress lQSy30U0]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni