fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Danir opna fyrir Íslendingum en ekki er allt sem sýnist

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. maí 2020 13:19

Frá Kaupmannahöfn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum í dag hyggjast Danir opna landamæri sín fyrir Íslendingum og Þjóðverjum þann 15. júní næstkomandi.

Samkvæmt frétt DR fylgir þó böggull skammrifi því skilyrði fyrir því að komast inn í landið er að hafa bókað minnst sex gistinætur utan Kaupmannahafnar og geta sýnt fram á það við komuna til landsins.

Kaupmannahöfn er sá staður í landinu þar sem flestir eru smitaðir og því vilja yfirvöld reyna að beina ferðamönnum annað.

Íslendingar létta af hömlum þann 15. júní einnig. Landið hefur ekki verið lokað hingað til en tveggja vikna sóttkví er kvöð sem hefur legið á komufólki, en verður aflétt. Þess í stað verður boðið upp á skimun á Keflavíkurflugvelli eða framvísun á heilbrigðisvottorði á staðnum. Fyrirkomulagið er enn í mótun og því ekki vitað hvort aðrar kvaðir munu fylgja komu til landsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“
Fréttir
Í gær

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?