fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

2,5 milljón króna verðlaun í stærsta hakkaþoni Íslandssögunnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 29. maí 2020 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hack the Crisis, nýsköpunarkeppni, lýkur í hádeginu í dag. Um er að ræða stærsta stafræna hakkaþon sem haldið hefur verið hér á landi sem tæplega tvö hundruð þátttakendur tóku þátt víðs vegar úr heiminum.

Teymin í keppninni áttu að skila lausn í tvo flokka og alls bárust 128 lausnir. Samkvæmt fréttatilkynningu fór þátttaka fram úr björtustu vonum en skipuleggjendur hakkaþonsins voru Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Reboothack og Fjármálaráðuneytið. Keppendur komu víðs vegar að úr heiminum meðal annars frá Englandi, Bandaríkjunum, Kína, Brasilíu, Danmörku, Egyptalandi, Mexíkó og Kólumbíu.

Verðlaunin í keppninni eru gefin af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Heilbrigðisráðuneyti, Fjármálaráðuneyti, Reykjavíkurborg, Félagsmálaráðuneyti, Menntamálaráðuneyti, Island.isCCP, Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, Viðskiptaráði Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Úrslit verða tilkynnt í beinu streymi frá Stúdíó Sýrlandi í hádeginu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, verður með opnunarræðu og afhendir verðlaun sem verða veitt fyrir fimm flokka:

  • Nýskapandi lausnir í heilbrigðisþjónustu
  • Nýskapandi lausnir í félags- og velferðarmálum
  • Nýskapandi lausnir í menntamálum
  • Nýskapandi lausnir í atvinnumálum
  • Opinn flokkur

Sigurvegarar í hverjum flokki fá 500.000 krónur í verðlaunafé, Design thinking hraðal og aðstöðu á frumkvöðlasetri þar sem sérfræðingar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Reykjavíkurborgar annast fræðslu, stuðning og eftirfylgni.

Skipuleggjendur vilja þakka þátttakendum fyrir frábærar lausnir og einnig þakka þeim sem fluttu fyrirlestra á meðan á keppninni stóð, mentorum og dómurum.

Þeir sem vilja fylgjast með verðlaunaafhendingunni geta gert slíkt á Facebook-síðu hakkaþonsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl
Fréttir
Í gær

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Í gær

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi