fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Útlit fyrir að Íslensk erfðagreining muni bjarga sýnatöku ferðamanna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 19:53

Svandís Svavarsdóttir,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklegt er að Íslensk erfðagreining verði beðin um að koma inn í skimunarverkefnið sem á að hefjast á Keflavíkurflugvelli þann 15. júní þegar ferðamönnum verður aftur gefinn kostur á því að koma til landsins án þess að fara í tveggja vikna sóttkví, með því að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli eða framvísa heilbrigðisvottorði.

Þetta kom fram í Kastljósi á RÚV í kvöld þar sem rætt var við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.

Verkefnisstjórn sem heilbrigðisráðhera skipaði til að undirbúa framkvæmd sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins skilaði skýrslu með niðurstöðum sínum í gær. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðs.

Meðal niðurstaðna eru þær að afkastageta veirufræðideildar Landspítalans sé aðeins 500 sýni á dag. Það þykir mjög lítið þó að enn sé óvíst um hve mikill ferðamannastraumurinn verði í byrjun. Svandís sagði að líklega yrði leitað til Íslenskrar erfðagreiningar um að veita þarna liðsinni þangað til tækjakostur veirufræðideildar hefði verið uppfærður nægilega mikið til að hún anni þessi. Ef Íslensk erfðagreining komi inn í verkefnið verði afkastagetan örugglega nægileg.

Svandís segir að enn liggi ekki fyrir ákvörðun um hvort ríkið eða ferðamenn beri kostnaðinn af sýnatökunni en talið er að hann verði um 27.000 krónur á sýni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Í gær

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Í gær

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”