fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Flugdólgur sem handtekinn var á Íslandi dæmdur í 6 mánaða fangelsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 19:01

Reksturinn er þungur þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur maður sem lét dólgslega í flugvél EasyJet á leið til Íslands og greip meðal annars í rassinn á flugþjóni og kallaði hann homma hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi. Þetta kemur fram á vef Hringbrautar sem styðst við frétt Bury Times.

Maðurinn starfaði á Íslandi sem togarasjómaður og er sagður hafa misst starfið í kjölfar atviksins. Hann er 51 árs gamall.

Maðurinn brást illa við því að fá ekki að kaupa meira áfengi um borð eftir að hann hafði drukkið þrjá bjóra. Í frétt Hringbrautar segir:

„Flug­þjónn um borð er sagður hafa varað manninn við að þessi hegðun væri ekki á­sættan­leg um borð í vélinni. Þegar flug­þjónninn sneri sér við greip far­þeginn í rassinn á honum og kreisti af al­efli. Flug­þjónninn sagði manninum að lög­regla yrði látin vita af málinu en þrátt fyrir það hélt hann á­reitinu á­fram. Sagði hann hátt, fyrir framan far­þega, börn þar á meðal, að flug­þjónninn væri sam­kyn­hneigður áður en hann öskraði: „Þú ert ekki breskur ef þú heldur að þetta sé kyn­ferðis­brot.“

Atvikið átti sér stað þann 3. október 2019.

Auk þess að fá sex mánaða fangelsi lendir maðurinn á skrá yfir dæmda kynferðisbrotamenn vegna síns grófa framferðis gegn flugþjóninum. Hann var handtekinn eftir að flugvélin lenti á Íslandi.

Sjá nánar á vef Hringbrautar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum
Fréttir
Í gær

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands

Alexios og Rafail fengu þunga dóma fyrir kókaíninnflutning til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“