fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Grunaður barnaníðingur gengur laus

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 25. maí 2020 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur felldi á föstudag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um að hafa brotið gegn tveimur börnum kynferðislega.

Þann 19. maí barst lögreglu tilkynning frá bráðamóttöku barnaspítala Hringsins um hugsanlegt kynferðisbrot gagnvart barni. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að um tvö börn væri að ræða.

Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá 21. maí segir:

„Samkvæmt framburði annars barnsins hafi kærði fengið þau til að koma með sér á salerni og þar sýnt þeim ,„[…] sína“ sem bara strákar væru með og gæti orðið mjög hörð. Börnin hefðu síðan fengið að snerta ,,[…]“ og kyssa hana. Þá hafi börnin ekki mátt segja frá þessu því þá yrði kærði rauður og reiður.“ 

Kærði neitar alfarið sök.

Héraðsdómi þótti lögregla leiða nægilega í ljós að nauðsyn væri á gæsluvarðhaldi sökum rannsóknarhagsmuna, en þá átti eftir að taka skýrslu af börnunum í barnahúsi og taka skýrslu af mögulegum vitnum. Ef sakborningur gengi laus myndi hann eiga kost á að torvelda rannsókn og hafa áhrif á framburð vitna.

Landsréttur taldi hins vegar ekki nægilega leitt í ljós að rannsóknarhagsmunir væru í húfi. Þegar hefði verið framkvæmd húsleit á heimili sakbornings og ýmsir munir í hans eigu haldlagðir og því ekki efni til að grípa til jafn íþyngjandi úrræðis og gæsluvarðhald er.

Rétt er að taka fram að í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að sakborningur hafi sýnt mikinn samstarfsvilja með lögreglu og heimilað leit á heimili sínu og sjálfur bent á vitni :

„Kærði hafi verið mjög samvinnufús við rannsókn málsins. Hann hafi samþykkt húsleit á heimili sínu og afhent lögreglu tölvur sínar og síma. Hann hafi bent lögreglu á vitni sem lögregla hafi svo rætt við“ 
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu