fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Fáðu já slær í gegn í Slóveníu – breytti viðhorfi unglingspilta

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 25. maí 2020 15:59

Úr myndinni Fáðu já sem var gerð árið 2013 en vekur enn athygli út fyrir landsteinana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska fræðslumyndin Fáðu já, stuttmynd um mörkin á milli kynlífs og ofbeldis,  vakti mikla athygli í Slóveníu á dögunum en myndin, ásamt ítarefni, hefur verið nýtt til að mennta unglingsdrengi um kynlíf, samþykki og klám. Brynhildur Björnsdóttir, einn handritshöfunda, er virkilega ánægð með viðtökurnar en hún skrifaði handritið ásamt Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur og Páli Óskari Hjálmtýssyni.

Viðsnúningur á viðhorfi drengjanna

Samkvæmt tölum frá fræðslusamtökunum Ključ Society í Slóveníu voru það 806 drengir í sjö skólum í Slóveníu sem hlutu fræðsluna. Í upphafi hennar voru þeir spurðir um viðhorf sín og þá sögðu 49% drengjanna að það væri skylda stúlkna og kvenna að standa undir væntingum karla, óháð því hvað þær sjálfar vilja.

Eftir að hafa horft á Fáðu já og tekið þátt í umræðum um efni myndarinnar varð viðsnúningur á viðhorfi drengjanna og 96% sögðust ósammála því að konur og stúlkur þyrftu að standa undir væntingum karla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar.

Mikilvægt að fá samþykki

Í upphafi fræðslutímans lýstu margir drengjanna því viðhorfi að stúlka sem væri drukkin, eða klædd á kynþokkafullan hátt, væri að leitast eftir kynlífi og það væri ekki ofbeldi að misnota sér ástand stúlku sem þannig væri ástatt um.

Eftir að hafa hlotið fræðsluna sögðu hins vegar 98% af drengjunum að það væri mikilvægt að virða mörk þeirra sem þeir stunduðu kynlíf með, og sín eigin mörk. Auk þess sögðu 96% að ef þeir væru óvissir um hvort hin manneskjan vildi stunda kynlíf væri best að spyrja viðkomandi og fá samþykki.

Fáðu já var frumsýnd á Íslandi í janúar árið 2013 og vakti mikla athygli og umræður. Myndin var frumsýnd sama dag í öllum grunnskólum landsins og mörgum framhaldsskólum að auki og í framhaldinu skapaðist mikil og góð samfélagsumræða um mikilvægi samþykkis í samskiptum, ekki síst kynferðislegum.

Myndin og kennsluefni henni tengt hefur verið nýtt til kennslu í skólum á Íslandi síðan enda sýndu kannanir sem voru gerðar stuttu eftir að myndin kom út að hún hafði jákvæð áhrif á viðhorf markhópsins sem voru unglingar á fimmtánda og sextánda ári til kynlífs og þess að setja mörk. Myndin var textuð á fimm tungumálum og vakti athygli út fyrir landsteinana.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu