fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Fáðu já slær í gegn í Slóveníu – breytti viðhorfi unglingspilta

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 25. maí 2020 15:59

Úr myndinni Fáðu já sem var gerð árið 2013 en vekur enn athygli út fyrir landsteinana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska fræðslumyndin Fáðu já, stuttmynd um mörkin á milli kynlífs og ofbeldis,  vakti mikla athygli í Slóveníu á dögunum en myndin, ásamt ítarefni, hefur verið nýtt til að mennta unglingsdrengi um kynlíf, samþykki og klám. Brynhildur Björnsdóttir, einn handritshöfunda, er virkilega ánægð með viðtökurnar en hún skrifaði handritið ásamt Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur og Páli Óskari Hjálmtýssyni.

Viðsnúningur á viðhorfi drengjanna

Samkvæmt tölum frá fræðslusamtökunum Ključ Society í Slóveníu voru það 806 drengir í sjö skólum í Slóveníu sem hlutu fræðsluna. Í upphafi hennar voru þeir spurðir um viðhorf sín og þá sögðu 49% drengjanna að það væri skylda stúlkna og kvenna að standa undir væntingum karla, óháð því hvað þær sjálfar vilja.

Eftir að hafa horft á Fáðu já og tekið þátt í umræðum um efni myndarinnar varð viðsnúningur á viðhorfi drengjanna og 96% sögðust ósammála því að konur og stúlkur þyrftu að standa undir væntingum karla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar.

Mikilvægt að fá samþykki

Í upphafi fræðslutímans lýstu margir drengjanna því viðhorfi að stúlka sem væri drukkin, eða klædd á kynþokkafullan hátt, væri að leitast eftir kynlífi og það væri ekki ofbeldi að misnota sér ástand stúlku sem þannig væri ástatt um.

Eftir að hafa hlotið fræðsluna sögðu hins vegar 98% af drengjunum að það væri mikilvægt að virða mörk þeirra sem þeir stunduðu kynlíf með, og sín eigin mörk. Auk þess sögðu 96% að ef þeir væru óvissir um hvort hin manneskjan vildi stunda kynlíf væri best að spyrja viðkomandi og fá samþykki.

Fáðu já var frumsýnd á Íslandi í janúar árið 2013 og vakti mikla athygli og umræður. Myndin var frumsýnd sama dag í öllum grunnskólum landsins og mörgum framhaldsskólum að auki og í framhaldinu skapaðist mikil og góð samfélagsumræða um mikilvægi samþykkis í samskiptum, ekki síst kynferðislegum.

Myndin og kennsluefni henni tengt hefur verið nýtt til kennslu í skólum á Íslandi síðan enda sýndu kannanir sem voru gerðar stuttu eftir að myndin kom út að hún hafði jákvæð áhrif á viðhorf markhópsins sem voru unglingar á fimmtánda og sextánda ári til kynlífs og þess að setja mörk. Myndin var textuð á fimm tungumálum og vakti athygli út fyrir landsteinana.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf
Fréttir
Í gær

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“