Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar eyddu erlendir ferðamenn um 284 milljörðum króna hérlendis árið 2019. Það svarar um 21,4 % af mældri einkaneyslu hér á landi á síðasta ári. Upphæðin vísar til einkaneyslu sem Hagstofa skilgreinir sem öll neysluútgjöld heimila viðkomandi ríkis hvort sem neyslan fer fram innan landamæra þess ríkis eða ekki.
Fyrirferðamestu útgjaldaliðirnir meðal ferðamanna voru kaup á veitinga- og gistiþjónustu eða rúmlega 109 milljarðar. Þar undir fellur bæði gistiþjónusta og kaup á mat og drykk á veitingahúsum.
Tómstundir og menning er einnig fyrirferðamikill útgjaldaliður hjá ferðamönnum sem undir þann flokk fellur kaup á ýmis konar afþreyingu.
Tölur Hagstofunnar eru bráðabirgðaniðurstöður undir efnisflokknum tilraunatölfræði en er birt núna sökum COVID-19 aðstæðna til að mæta auknum þörfum notenda þessara upplýsinga.