fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Erni var hent út af spilasal

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. maí 2020 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem ætlaði að mynda spilasal fyrir skömmu var rekinn út úr salnum og honum bent á að myndataka á staðnum væri bönnuð.

Örn Sverrisson, sem segist vera annt um líf og heilsu spilafíkla, segir frá þessu í grein á Vísir.is. Hann er afar ósáttur við að spilastaðir hafi opnað að nýju er slakað var á samkomubanni þann 5. maí. Töluverð umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum um það að samkomubannið hafi verið frelsandi fyrir spilafíkla sem hafi fengið kærkomið bindindi og lausn frá fíkn sinni. Örn skrifar:

„Þann 5. maí, daginn eftir að sóttvarnalæknir sem með minnisblaði dagsett 19. apríl lagði til við heilbrigðisráðherra að óhætt væri að opna spilakassa Íslandsspila 4. maí fór ég á spilastað til að fanga ánægju og gleði notanda spilakassa með myndum svona eins og fjölmiðlar sýndu okkur og fjölluðu um daginn áður af gleði og ánægju fólks þegar byrjað var að draga úr samkomubanni.

Í stuttu máli var mér einfaldlega hent út og látinn vita að myndataka væri bönnuð á staðnum.

Auðvitað, ekki er þetta nú alveg sú starfssemi sem þú vilt vera að gorta þig af eða sýna enda eru notendur spilakassa ekki skælbrosandi, notendur spilakassa er veikt fólk í miklum meirihluta. Það fólk sem hefur verið að nota spilakassa til að leggja fram frjáls framlög til Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ sem eru eigendur Íslandsspila voru EKKI að bíða eftir opnun spilakassa.“

Örn bendir á að meðal annars sundstaðir og líkamsræktarstöðvar hafi ekki fengið að opna 5. maí. Rétt er að halda því til haga að þau lýðheilsusjónarmið sem Almannavarnanefnd styðst við varðandi tilslakanir á samkomubanni snúast um smithættu af kórónuveirunni en ekki önnur lýðheilsusjónarmið. Örn sakar eigendur Íslandsspila, sem reka spilakassana, um græðgi:

„Samfélagsleg ábyrgð eiganda Íslandsspila hefði verið svo töff, svo falleg ef þeir hefðu ákveðið að ekki væri tímabært að opna spilakassanna og haldið þeim lokuðum áfram í einhvern tíma jafnvel þó að sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðherra hafi gefið grænt ljós.

Nei, í staðinn létu Íslandsspil gera fyrir sig sprittbrúsa merkta Íslandsspil og einhverjar leiðbeiningar um að notendur spilakassa ættu að þrífa þá og sjálfan sig fyrir notkun. Getur græðgin tekið á sig aumari mynd?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Í gær

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn