fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Fréttir

Ummæli ráðherra falla í grýttan jarðveg – „Ótrúlegur hroki og sturlað viðhorf“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 10. maí 2020 16:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segist mótfallinn því að heimila greiðslu atvinnuleysisbóta til námsmanna í sumar. Finnst honum það vera tilhneiging í samfélaginu að heimta fé úr ríkissjóð fyrir að „gera ekki neitt“. Þetta kom fram í Silfrinu í dag en þátturinn hefur vakið mikla athygli og Ásmundur harðlega gagnrýndur fyrir ummælin.

Vilja pening fyrir að gera ekki neitt

Ásmundur var spurður út í kröfu námsmanna um að þeim verði heimilt að sækja um atvinnuleysisbætur í sumar, en námsmenn horfa nú fram á sögulegt atvinnuleysi. Ríkisstjórnin hefur þess í stað ákveðið að veita fjármagn í fleiri störf fyrir námsmenn og er stefnt að minnsta kosti 3000-3500 störfum og samkvæmt Ásmundi kemur jafnvel til greina að fjölga störfunum enn frekar. Hins vegar eru stúdentar um 7000 og því ljóst að einhverjir þeirra munu ekki fá vinnu í sumar, þrátt fyrir störfum sem ríkið ætlar að búa til.

„Ég er ekki hvatamaður þess að hvorki námsmenn eða aðrir sem eru á atvinnuleysisskrá fái fjármagn úr ríkissjóði fyrir að gera ekki neitt.“

Þar sem tugir þúsunda Íslendinga séu á atvinnuleysisskrá þá telur Ásmundur réttar að miða aðgerðir að aukinni virkni, þess vegna sé stefnt að því að koma til móts við námsmenn með störfum en ekki með bótum.

Eftir efnahagshrunið 2008 hafi verið farið í álíka leið þar sem búin voru til 900 störf fyrir námsmenn. Átakið sem stefnt er að núna sé fjórfalt stærra og stefni jafnvel umfram þau 3500 störf sem talað hafi verið um. Nú þegar hafi Sveitarfélögin skilað inn tillögum að 2900 störfum og enn eigi eftir að bætast við kröfur frá opinberum stofnunum.

„Það var skynsöm lending sem að var gerð hér eftir efnahagshrunið að námsmenn almennt fengju ekki atvinnuleysisbætur vegna þess að við viljum að þeir séu í virkni við viljum að þeir séu að taka þátt á vinnumarkaði og undirbúa sig fyrir lífið“

Þar sem atvinnuleysi á Íslandi sé mikið eigi að huga meira að því að auka virkni. Því sé skynsamlegra að fara þessa leið. Kröfur samfélagsins, bæði einstaklinga og fyrirtæki miði of mikið af því að ríkissjóður styðji fólk til minni virkni.

„Þær miða rosalega að því að við eigum að slökkva allt og loka öllu. Allir vilji fá fjármagn til að gera ekki neitt“

Ásmundur hefur í dag verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín í Silfrinu sem margir telja lýsa skilningsleysi á aðstæðum námsmanna og vissum hroka.

Ótrúleg viðbrögð

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir viðbrögð Ásmundar ótrúleg.

„Ótrúleg viðbrögð félags- og barnamálaráðherra sem einnig er ráðherra vinnumarkaðsmála á tímum þegar atvinnuleysi er í sögulegum hæðum. Ætli hann geti útskýrt hvernig námsmenn sem ekki fá vinnu eigi að framfleyta sér? Eða ætlar hann að búa til störf fyrir þau öll? Ráðherrann bullar bara og sýnir námsmönnum í erfiðri stöðu engan skilning“ 

Í hvaða heimi býr hann eiginlega? 

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gagnrýnir Ásmund einnig og spyr í hvaða heimi hann eiginlega búi.

„Bíddu, er hann í alvörunni að gefa í skyn að þær tugir þúsunda Íslendinga sem eru núna á atvinnuleysisskrá, ásamt öllum öðrum sem þurfa stuðning ríkisins af einni eða annarri ástæðu, séu bara betlandi þurfalingar sem nenni ekki að leggja neitt að mörkum? Í hvaða heimi býr hann eiginlega?“

Kaldar kveðjur

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir Ásmundur senda námsmönnum kaldar kveðjur.
„Þær eru kaldar kveðjurnar sem ríkisstjórnin sendir námsmönnum þessa dagana. Nú og öllum þeim sem misst hafa vinnuna síðustu misseri.
Ótrúlegur hroki og sturlað viðhorf sem birtist í orðum félagsmálaráðherrans. Held hann þurfi að bregða sér úr fílabeinsturninum og endurskoða gildismatið sem hann viðhefur í starfi sínu.“
Ótrúlegur hroki
Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar segir ummæli Ásmundar dónaskap
„Þessi ummæli lýsa ekki bara ótrúlegum hroka; líka skilningsleysi á aðstæðum og ekki síst dónaskap gagnvart fólki sem stendur frammi fyrir gríðarlega erfiðum aðstæðum, sem sannarlega er því ekki að kenna.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigga Beinteins er bæjarlistamaður Kópavogs 2025

Sigga Beinteins er bæjarlistamaður Kópavogs 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísland eins og litla stelpan á skólalóðinni: „Hún gekk svo langt að kalla þá aumingja og ræfla. Þá loksins tóku tuddarnir eftir henni“

Ísland eins og litla stelpan á skólalóðinni: „Hún gekk svo langt að kalla þá aumingja og ræfla. Þá loksins tóku tuddarnir eftir henni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur matvælaverð þrefaldast út af Viðskiptaráði Íslands? – Hagfræðingur tætir í sig svarta skýrslu um svarta sauði

Hefur matvælaverð þrefaldast út af Viðskiptaráði Íslands? – Hagfræðingur tætir í sig svarta skýrslu um svarta sauði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“