fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Fréttir

Reyndu að neyða ungan dreng til að taka fé úr hraðbanka

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 10. maí 2020 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

74 mál voru bókuð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 17-05.  Tveir voru vistaðir í fangageymslu.

Miðbær

Óskað var eftir aðstoð lögreglu í verslun í miðbænum og væru tveir menn handteknir og færðir til skýrslutöku. Annar aðilinn er grunaður um þjófnað úr versluninni á meðan hinn er grunaður um líkamsárás gegn starfsmanni verslunarinnar.

Karlmaður í miðbænum var handtekinn í annarlegu ástandi grunaður um kynferðislega áreitni gagnvart konu. Var maðurinn vistaður í fangageymslu. Nokkru síðar var lögregla aftur kölluð út í miðbænum. En þá höfðu tveir aðilar veist að ungum manni, tekið veski hans og reynt að neyða hann til að taka út peninga í hraðbanka.

Hafnarfjörður

Í Hafnarfirði var óskað eftir aðstoð lögreglu eftir að farsíma var stolið frá viðskiptavini veitingastaðs.  Gerandinn þekktist á upptöku ur eftirlitsmyndavél og fór lögregla því tli þess grunaða og endurheimti símann.

Breiðholt

Starfsmaður matvöruverslunar óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna þjófnaðar. Grunaður fékk að frjáls að lokinni skýrslutöku.

Grafarvogur- Árbær – Grafarholt – Mosfellsbær

Tilkynnt um tilraun til innbrots í hverfi 116. Gerendur fundust ekki.

Í hverfi 110 var lögregla kölluð út vegna öskra og láta frá heimili. Þarna reyndist um heimilisofbeldi að ræða og var afgreitt samkvæmt verklagi lögreglu.

Í hverfi 112 var tilkynnt um blygðunarsemisbrot. Grunaður var handtekinn og færður á lögreglustöð.

Í hverfi 112 var tilkynnt um eignaspjöll (íkveikju) á sólpall. Ákveðinn maður grunaður um verknaðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigga Beinteins er bæjarlistamaður Kópavogs 2025

Sigga Beinteins er bæjarlistamaður Kópavogs 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísland eins og litla stelpan á skólalóðinni: „Hún gekk svo langt að kalla þá aumingja og ræfla. Þá loksins tóku tuddarnir eftir henni“

Ísland eins og litla stelpan á skólalóðinni: „Hún gekk svo langt að kalla þá aumingja og ræfla. Þá loksins tóku tuddarnir eftir henni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur matvælaverð þrefaldast út af Viðskiptaráði Íslands? – Hagfræðingur tætir í sig svarta skýrslu um svarta sauði

Hefur matvælaverð þrefaldast út af Viðskiptaráði Íslands? – Hagfræðingur tætir í sig svarta skýrslu um svarta sauði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“