fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Gunnar Rúnar rekinn frá Hafnarfirði eftir þrjá daga – Enn í afplánun og fær ekki vinnu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 10. maí 2020 18:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Rúnar Sigurþórsson var rekinn úr vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ eftir aðeins þrjá daga í starfi. Ástæða uppsagnarinnar er sögð vera kvartanir frá öðrum starfsmönnum. Formaður Afstöðu, félags fanga segir brotið á mannréttindum Gunnars. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Gunnar Rúnar var árið 2011 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að bana Hannesi Helgasyni.

Gunnari Rúnari hefur gengið illa að fá vinnu, en hann afplánar nú hluta refsingar sinnar á Vernd og er skilyrði fyrir afplánun þar að íbúar séu með vinnu. Hefur hann þurft að vera í sjálfboðavinnu þar til hann fékk tækifæri frá Hafnarfjarðarbæ. Hins vegar var hann rekinn eftir aðeins þrjá daga þar sem starfsmenn höfðu tilkynnt að þeir kærðu sig ekki um að vinna með honum.

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður félags fanga segir Gunnar vilja vinna og taka þátt í samfélaginu en fái ekki tækifæri til þess. Með því að slíta ráðningarsambandi við Gunnar sé hann rændur þessum möguleika og bæjarfélagið sekt um fordóma og útskúfun.

„Menn vilja koma út og sanna sig og sýna að það sé hægt að treysta þeim og hefja nýtt líf.  „Að okkar meti þá var brotið gegn mannréttindum á þessum manni og við treystum því að bæjarfélagið bæti það tjón,“ segir Guðmundur.

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, gat ekki tjáð sig annað en að segja að málið væri í skoðun innan sveitarfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eze fer til Tottenham
Fréttir
Í gær

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“