fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Íslendingar flykkjast í verslanir þrátt fyrir samkomubannið – „Covid 19 mun blossa upp aftur. Því fólk er FÍFL“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 18. apríl 2020 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynningarfundur ríkisstjórnarinnar á aðgerðum vegna COVID-19 fór fram síðastliðin þriðjudag. Þar kynnti Ríkisstjórnin vægari aðgerðir sem ganga munu í garð fjórða maí.

Eftir fundinn hafa margir lýst áhyggjum sínum yfir því að Íslendingar séu að farnir slaka of mikið á því að framfylgja fyrirmælum Almannavarnadeildar lögreglu. Þetta á meðal annars að sjást í aukinni kaupgleði Íslendinga.

Í dag birtist ljósmynd á Facebook-síðunni COSTCO-gleði sem virðist sýna að fólk sé ekkert endilega að virða tilsettar reglur um nálægð eða fjölda í verslunum. Myndin á að vera tekin í verslun Costco í dag.

Færslan hefur vakið mikla athygli, en margir hefa látið ummæli falla við myndina.

„Íslendingar kunna sér ekki hóf i neinu, því miður.“

„Covid 19 mun blossa upp aftur. Því fólk er FÍFL.“

Þá hafði DV samband við starfsmann Costco sem staðfesti að gríðarlegur fjöldi væri í búðinni, miklu meiri en seinustu daga. Þá hefur DV einnig heimildir fyrir því að talið hafi verið inn í búðina, en vegna stærðar verslunarinnar er ekki miðað við tuttugu manns líkt og annars staðar

„ÖLL bílastæði á neðri hæð Smáralindar full!“

Þá greindi útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann frá því að mikið væri um að vera í Smáralindinni, þar væru flest bílastæði í notkun.

„ÖLL bílastæði á neðri hæð Smáralindar full!! 70% stæða upptekin fyrir aftan hús. Erum við ekki farin að slaka fullmikið á?“

DV hafði samband við Tinnu Jóhannsdóttur, markaðsstjóra Smáralindarinnar. Hún sagði að í rauninni væri ekki svo mikið að gera, þó að biðraðir myndist stundum fyrir framan verslanir.

„Mér finnst nú ekkert vera brjálæðislega mikið. Búðirnar hafa verið duglegar að fylgja tuttugu manna reglunni og svoleiðis þannig að það myndast alveg biðraðir við inngangana og þannig. En ég get ekki séð að það sé eitthvað brjálæðislega mikið í húsinu og þannig“

„Það eru fáir sem eru að fara í búðirnar í einu þannig að það virðist kannski vera meira að gera en er í rauninni.“

Tinna sagðist ekki geta fullyrt um fjöldann í búðinni að svo stöddu, en hún var alls ekki viss um að í dag væri fjölmennasti dagurinn eftir að samkomubannið kom.

„Þetta er bara svipað eins og það hefur verið. Mér finnst ekki eins og að fólk sé að missa sig,  alls ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun