fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Segir að fólk sem mætir ekki til vinnu vegna COVID-19 eigi að vera á launum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. mars 2020 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Drífu Snædal, formanns ASÍ, kemur fram sú skoðun sambandsins að fólk sem neyðist til að vera heima vegna COVID-19 veirunnar, t.d. vegna sóttvíar, eigi að halda launum sínum. Tilkynningin er eftirfarandi:

COVID-19 og fjarvistir frá vinnu

Að gefnu tilefni vill Alþýðusamband Íslands taka fram, að launafólk sem sett er í sóttkví eða sem gert er að læknisráði að halda sig heima við og umgangast ekki vinnufélaga eða annað fólk í umhverfi sínu vegna þess það sé annað af tvennu sýkt af COVID-19 eða sé hugsanlegir smitberar hans, er að mati ASÍ óvinnufært vegna sjúkdóms eða vegna hættu á því að verða óvinnufært vegna hans. Þau forföll eru greiðsluskyld skv. ákvæðum kjarasamninga og laga.

Miðstjórn ASÍ mun fjalla um þá stöðu sem upp er komin og viðbrögð við henni á fundi sínum nk. miðvikudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Í gær

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli