fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Breiðholt ekki lengur í rusli á morgun – Íbúar beðnir um að moka frá tunnum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 1. mars 2020 13:28

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sorphirða hefst aftur að fullu hjá Reykjavíkurborg á morgun eftir að undanþágunefnd Eflingar heimilaði undanþágu frá verkfalli fram á föstudag. Undanþágan var veitt af tilliti við almannaheill og baráttuna við COVID-19 veiruna.

Eðlilega er sorphirða töluvert á eftir áætlun en hafist verður handa við að hirða sorp í Breiðholti strax í fyrramálið.

Sökum þessa eru íbúar Breiðholts beðnir sérstaklega um að moka vel frá sorpílátum og tryggja aðgengi að sorpgreiðslum. Eins er nauðsynlegt að ganga vel frá aukaúrgangi í gráa plastpoka til að flýta fyrir hirðu.

Eftir Breiðholt mun leiðin liggja í Árbæinn um miðja viku.

Hvorki pappír né plast verður hirt í vikunni. Fólk getur eftir sem áður losað sig við flokkaðan úrgang á endurvinnslustöðvum SORPU og á grenndarstöðvum borgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Í gær

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli