fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Yfirmanni hins smitaða blöskrar viðbragðsleysið – 18 samstarfsmenn komnir í sóttkví

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. febrúar 2020 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem hefur greinst með kórónaveiruna hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann greindist. Þetta kemur fram í frétt Vísis þar sem segir að 18 samstarfsmenn mannsins séu nú í sóttkví.

Maðurinn vinnur á um tuttugu manna vinnustað og gagnrýndi stjórnandi staðarins viðbrögð yfirvalda í samtali við fréttastofu Vísis.

Starfsmenn hafi fengið fréttir um að samstarfsfélagi þeirra væri smitaður um tvö leytið og í kjölfarið hafi það reynst þeim erfitt að fá upplýsingar. Þeim tókst loks að hafa samband við starfsmann landlæknis með krókaleiðum um hálf sex. Þá loks komu viðbragðsaðilar og tóku sýni úr samstarfsfólkinu. Stjórnandanum blöskraði að ekki hafi verið haft samband við vinnustaðinn að fyrra bragði eftir að smitið var staðfest.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir gagnrýnina réttmæta og viðbragðsaðilar hefðu átt að bregðast hraðar við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa