fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Um 90% samþykkir samúðarverkfalli – „Tími breytinga er kominn, engin heiðarleg manneskja getur neitað því lengur“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. febrúar 2020 14:34

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn Eflingar hjá sveitarfélögum öðrum en Reykjavíkurborg og starfsmenn einkarekinna skóla samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í samúðarverkfall með starfsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg.

Kjörsókn hjá sjálfstætt starfandi skólum var 52% og samþykktu 90% verkfallsboðun. Kjörsókn hjá félagsmönnum hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfusi var 48% og samþykktu 87% verkfallsboðun.

Samkvæmt tilkynningu Eflingar sýna niðurstöðurnar með afgerandi hætti stuðning félagsmanna við verkfallsboðanir.

„Þessar niðurstöður sýna hve mikinn vilja fólk hefur til að leggja lóð sitt á vogarskálar í baráttunni fyrir bættum kjörum. Þetta eru hópar sem eru í sambærilegum störfum og félagsmenn okkar í verkfalli gagnvart Reykjavíkurborg. Sömu óbærilega illa launuðu störfin, við óboðlegt álag og aðstæður. Sveitarfélögin og stofnanirnar þar sem börnin okkar og aldraðir foreldrar dvelja eru stærstu láglaunavinnustaðir landsins. Tími breytinga er kominn, engin heiðarleg manneskja getur neitað því lengur,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Samúðarverkfall mun hefjast að óbreyttu þann 9. mars næst komandi. Samtök atvinnulífsins telja boðun samúðarverkfalls ólögmæta og eru að meta hvort höfðað verði mál fyrir félagsdómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ